Þjóðvegi 1 lokað fyrir lokaatriði Akureyrarvöku

Fyrir lokaatriði Akureyrarvöku nk. laugardagskvöld verður þeim hluta þjóðvegar eitt sem telst til bæjarins lokað í tvær klukkustundir, frá klukkan 22 til miðnættis. Svæðið verður þá aðeins opið gangandi vegfarendum enda göturnar nýttar undir fjölbreytt skemmtiatriði. Meðal þeirra er 16 metra löng Ástarkaka, opnun á Ástarsafninu og furðufuglinn Anna Richardsdóttur sem flýgur undir tónum Ragnhildar Gísladóttur við Menningarhúsið Hof.

Nýjast