Á fundinum var kynnt niðurstaða skoðanakönnunar um nafn á sveitarfélagið, sem varð þessi: Auðir seðlar 5, Aðalþing 28 atkvæði, Þingdalir 45 atkvæði, Suður Þing 34 atkvæði og Þingeyjarsveit 332 atkvæði.
Þá var á fundinum ákveðið að auglýsa stöðu sveitarstjóra. Eins og fram hefur komið hefur Sigbjörn Gunnarsson fráfarandi sveitarstjóri Þingeyjarsveitar ákveðið að sækjast ekki eftir starfi sveitarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi, vegna veikinda.
Ólína Arnkelsdóttir var kjörin oddviti til eins árs en hún fékk 7 atkvæði. Kosinn var varaoddviti til eins árs, Erlingur Teitsson, hann fékk sex atkvæði, einn seðill auður. Kosin ritari til eins árs Margrét Bjarnadóttir, hún fékk sex atkvæði, einn seðill auður