KA-menn máttu sætta sig við eins marks tap gegn Njarðvík á Njarðvíkurvelli um helgina í 1. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Eina mark leiksins kom á 18. mínútu leiksins og það var Franz Elvarsson sem það skoraði.
Þetta var fyrsti leikur fyrirliðans Almars Ormarssonar í þrjár vikur eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann.