Tap hjá Dalvík/Reyni

Dalvík/Reynir mátti sætta sig við tveggja marka tap þegar liðið sótti Leikni F. heim í D- riðli 3. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina. Lokatölur á Búðugrundarvellinum 2-0 sigur heimamanna þar sem Uchenna G. Asika gerði bæði mörk Leiknis.

Eftir fimm umferðir hefur Dalvík/Reynir sjö stig í þriðja sæti deildarinnar.

Nýjast