Fyrsta mark leiksins kom strax á 3. mínútu og þar var að verki hin slóvenska Mateja Zver þegar hún var undan markverði Fjölnis eftir stungusendingu inn fyrir vörn gestanna og náði að renna sér í boltann og komu honum í netið. Mateja var svo aftur á ferðinni á 24. mínútu þegar hún fékk sendingu inn teig og var ein fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Staðan orðinn 2-0 fyrir Þór/KA. Mateja náði svo að fullkomna þrennuna með marki fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og heimastúlkur komnar í 3-0. Áður dómarinn flautaði til leikhlés náði Rakel Hönnudóttir að bæta við fjórða marki Þórs/KA sem kom á 47. mínútu. Staðan í hálfleik, 4-0 Þór/KA í vil.
Þórs/KA stelpur hófu seinni hálfleikinn af krafti og sóttu hart að marki gestanna. Fimmta mark heimastúlkna kom á 66. mínútu og það gerði Arna Sif Ásgrímsdóttir með skoti af stuttu færi. Lokatölur á Akureyrarvelli, 5-0 sigur Þórs/KA sem hefði hæglega geta orðið stærri.
Eftir leikinn hefur Þór/KA hlotið 19 stig í deildinni og sitja í fimmta sæti.