Þór/KA fær Aftureldingu í heimsókn er liðin eigast við í 16. umferð Landsbankadeildar kvenna á Akureyrarvelli í kvöld.
Bæði liðin hafa komið verulega á óvart með góðu gengi í Landsbankadeildinni í sumar. Tvö stig skilja liðin að og fastlega
má búast við hörkuleik í kvöld.
Leikurinn hefst kl. 18:00 og er frítt á völlinn.