Stærsta kúabúið í Hörgárbyggð er á Bakka í Öxnadal. Þar eru 112 kýr, auk 139 annarra nautgripa. Næstflestar
kýr eru á Dagverðareyri, 70 talsins. Þar eru 107 aðrir nautgripir. Alls eru kúabúin 20 að tölu.
Þetta kemur fram í forðagæsluskýrslu vorið 2008 og samkvæmt henni er heildarfjöldi búfjár í Hörgárbyggð alls 11.574.
Stærsta sauðfjárbúið er á Staðarbakka í Hörgárdal. Þar voru 498 ær í vetur og auk þess 135 af
öðru sauðfé. Litlu færra var á nágrannabænum Þúfnavöllum. Þar voru 485 ær í vetur og sami fjöldi af
öðru fé og á Staðarbakka. Á sjö bæjum í sveitarfélaginu voru 40-50 hestar. Þetta kemur fram á vef
Hörgárbyggðar.