Brekkuskóli verður fjölmennastur með um 550 nemendur og fæstir verða nemendurnir í Grunnskólanum í Hrísey eða 18. Þá munu 24 nemendur stunda nám í Hlíðarskóla og Skildi þetta skólaár. Fram kom á fundi skólanefndar í gær að í heildina gekk vel að manna grunnskólana á Akureyri. Hlutfall fagmenntaðra er mjög hátt eða 99%. Mikill stöðugleiki hefur einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár, sem er mikill styrkur fyrir allt faglegt starf, því grundvöllur þess byggist á hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Í grunnskólunum eru nú um 279 stöðugildi við stjórnun, kennslu og ráðgjöf og 97 stöðugildi við önnur stöf s.s. umsjónarmenn húsa, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og ritarar. Ríflega 400 starfsmenn sitja í þessum 376 stöðugildum.