Rakel gaf Margréti Selmu landsliðstreyju

Á dögunum unnu stelpurnar í 6. flokki hjá KA það afrek að verða Íslandsmeistarar í N-austur riðli í knattspyrnu. Það sem skyggði á sigurgleði ungu knattspyrnuhetjanna var að einn liðsmaður þeirra, Margrét Selma Steingrímsdóttir, fótbrotnaði í úrslitaleiknum.

Það var síðan A-landsliðskonan og markahrókur Þór/KA, Rakel Hönnudóttir, sem afhenti verðlaunin á mótinu. Tók Rakel það nærri sér að verða vitni af því að þessi efnilega knattspyrnustúlka gæti ekki tekið við sigurlaunum sínum með félögunum. Rakel tók það til bragðs og fara í heimsókn til Margrétar Selmu og færa henni landsliðstreyjuna sína að gjöf.

www.thorsport.is

Nýjast