Pallbíll hafnaði á ljósastaur við Borgarbraut

Ökumaður og farþegi í litlum pallbíl sluppu með skrekkinn er bíllinn hafnaði á ljósastaur við Borgarbraut á Akureyri um kl. 08 í morgun. Bíllinn skemmdist nokkuð og ljósastaurinn er ónýtur.  

Pallbíllinn, sem var jafnframt með kerru með sandi í, var á leið niður Borgarbraut, þegar bíllinn fyrir framan hann stoppaði við gangbraut til að hlaupa skólabörnum yfir götuna. Til að forða því að lenda aftan á bílnum og jafnvel kasta honum áfram yfir gangbrautina, beygði ökumaður pallbílsins útaf veginum með fyrrgreindum afleiðingum.

Nýjast