Öruggur sigur Dalvíks/Reynis

Dalvík/Reynir vann góðan 3-0 heimasigur á Sindra þegar liðin mættust í 11. umferð D- riðils 3. deildar karla um síðustu helgi. Mörk Dalvíks/Reynis í leiknum skoruðu þeir Jón Örvar Eiríksson, Décio Jóhannsson og Jóhann Hilmar Hreiðarsson.

Eftir sigurinn er Dalvík/Reynir í þriðja sæti riðilsins með 13 stig og komast ekki áfram í úrslitakeppnina. Dalvík/Reynir mætir Spyrni á útivelli í síðustu umferð riðilsins í lok mánaðarins.

Nýjast