Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu, Þór/KA, hefur fengið aukin liðsstyrk en um helgina gekk slóvenskur landsliðsmaður að nafni Mateja Zver til
liðs við félagið. Þar sem Þór/KA mun missa þrjá leikmenn til náms í Bandaríkjunum í byrjun ágúst,
þær Alexöndru Tómasdóttir, Rakel Hinriksdóttir og Jónínu Ásgrímsdóttir, vill félagið auka liðsheildina til
þess að klára tímabilið. Mateja Zver, sem er tvítug að aldri, leikur sem framherji og þykir mjög öflug sem slíkur. Hún
þótti leika afar vel þegar slóvenska landsliðið mætti því íslenska á Laugardagsvellinum fyrr í sumar, auk þess sem
hún skoraði þrennu fyrir Slóvena gegn Serbíu í landsleik um daginn.
Mateja mun væntanlega vera í framlínunni með Rakel Hönnudóttir og verður fróðlegt sjá hvernig þær stöllur munu ná
saman. Hanna Dóra Markúsdóttir stjórnarmaður úr kvennaráði Þórs/KA segir ekki útilokað að fleiri leikmenn muni
bætast í hópinn áður en félagsskipta glugganum lýkur. “ Það eru þreyfingar í gangi,” segir Hanna Dóra. Mateja
mun að öllum líkindum vera í leikamannahópi Þórs/KA þegar þær mæta KR- stúlkum á KR- vellinum annað
kvöld.