Ný íþróttamiðstöð rís á Dalvík

Fyrsta skóflustunga að nýrri byggingu Íþróttamiðstöðvar á Dalvík var tekin nýverið, en hún mun rísa á lóð við sundlaugina.   Tréverk ehf. átti lægsta tilboð í verkið og var skrifað undir samning við félagið við athöfn í tengslum við skóflustunguna.

Bjarni Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalvíkurbyggðar sagði langþráðum áfanga nú náð þegar fyrirséð væri að heimamenn fengju nýja og glæsilega íþróttamiðstöð til afnota.  Húsið mun leysa af hólmi 40 ára gamalt íþróttahús, “barn síns tíma,” eins og það var orðað við skóflustunguna og uppfyllti ekki lengur kröfur sem gerðar væru um slíkar byggingar. 

Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri sagði hverju byggðalagi mikilvægt að geta boðið upp á góða aðstöðu til íþróttaiðkana, það væri eitt af því sem ungt fólk horfði til þegar það veldi sér búsetu. 

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við verkið nemi tæpum 460 milljónum króna.  Alls bárust 6 tilboð í verkið, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 492 milljónir króna.   Eitt annað tilboð, frá Hyrnu á Akureyri var undir kostnaðaráætlun, en önnur voru hærri, það hæsta frá Ístak, tæpar 580 milljónir króna eða 118% af áætluðum kostnaði. Tilboð Trétaks nemur 97% af áætluðum kostnaði.

Íþróttamiðstöðin og Sundlaugin verða með sameiginlegan forsal og einnig verður tengibygging við kjallara sundlaugarbyggingarinnar. Verktaki sér um  jarðvinnu, steypir   utan húss sem innan og fullgerir húsið.  Þá nær verkið til endurbóta á þeim hluta af lóð sem er næst íþróttamiðstöðinni auk breytina á bílastæðum.  Íþróttamiðstöð og búningsaðstaða er tæpir 1700 fermetrar að stærð og   Fram kom í máli Björns Friðþjófssonar framkvæmdastjóra Tréverks að halda þyrfti vel á spöðum ef takast ætti að ljúka verkinu á tilsettum tíma, en hann taldi fullvíst um að allir legðust á eitt til að svo gæti orðið. upp húsið, innréttar, og gengur frá þreksalur rúmir 300 fermetrar.

.

Nýjast