Töluvert breytt lið hjá meistaraflokki körfuknattleiksdeildar Þórs mun mæta til leiks í haust en þetta kemur fram á heimasíðu
félagsins www.thorsport.is. Fimm íslenskir leikmenn munu hverfa á braut, en þessir leikmenn eru þeir Magnús Helgason, Þorsteinn Gunnlaugsson, Birkir
Heimisson, Bjarni Konráð Árnason og Baldur Ingi Jónasson. Baldur Ingi hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hinir fjórir hyggja
á nám erlendis og í Reykjavík. Auk þessara fimm leikmanna hafa þeir Luka Marolt og Robert Reed ákveðið að snúa ekki aftur til
félagsins fyrir komandi tímabil.
Iceland Express deildin í körfubolta hefst um miðjan október og eiga Þórsarar útileik gegn Íslandsmeisturunum í Keflavík í
fyrsta leik.
Ennfremur í næsta tölublaði Vikudags.