Magni náði stigi gegn Gróttu

Magni gerði jafntefli við Gróttu á útivelli er liðin áttust við á Gróttuvelli í 16. umferð 2. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina í miklum markaleik. Alls voru sex mörk skoruð í leiknum og jafnaði Magni metin á uppbótartíma. Lokatölur á Gróttuvelli, 3-3.

Ingvar Már Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Magna í leiknum og Gunnar Sigurður Jósteinsson eitt mark. Eftir leikinn er Magni í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig. Magni fær Hvöt í heimsókn á Grenivíkurvöll í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:00.

Nýjast