Kaffisala og skóflustunga á Hólavatni

Sunnudaginn 17. ágúst nk. verður haldin árleg kaffisala Sumarbúða KFUM og KFUK við Hólavatn. Kaffisalan er öllum opin og stendur frá kl. 14.30 til 17.00. Þann sama dag kl. 14.00 verður tekin skóflustunga að nýjum 180 fm svefnskála sem byggður verður á næstu árum.

Um er að ræða gríðarlega stórt verkefni fyrir sumarbúðirnar en starfsemin hefur vaxið á síðustu árum og er brýn þörf á bættri aðstöðu. Í sumar dvöldu ríflega 120 börn á Hólavatni og var það talsverð aukning frá fyrra ári. Allir velunnarar starfsins eru hjartanlega velkomnir

Nýjast