KA- stelpur Hnátumeistarar í sjötta flokki

KA-stelpurnar í sjötta flokki urðu um helgina Hnátumeistarar Knattspyrnusambands Íslands á Norður- og Austurlandi. Úrslitakeppnin fór fram á KA-svæðinu og sigruðu KA-stelpur alla sína þrjá leiki með markatöluna 9-0.

Þetta er glæsilegur árangur hjá stelpunum sem hafa náð frábærum árangri í sumar.

Nýjast