Akureyringurinn og KA maðurinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómarinn í Landsbankadeild karla nú á dögunum þegar viðurkenningar voru
veittar fyrir fyrstu sjö umferðirnar í deildinni í höfuðstöðvum KSÍ.
Jóhannes er margreyndur dómari en auk þess að dæma hér á landi er hann einnig FIFA- dómari og hefur dæmt nokkra landsleiki hjá
unglingalandsliðum erlendis við góðan orðstír.