Guðmundur Jóhannsson hefur tekið við starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar af Bjarna Kristjánssyni, sem gegnt hefur starfinu sl. 10 ár. Bjarni var
kvaddur með virktum sl. föstudag og fékk m.a. forláta dráttarvél að gjöf frá sveitarstjórn.
Eitt af fyrstum verkum Guðmundar í starfi var að opna víðavangssýninguna Farfugl - Staðfugl á Hrafnagili sl. laugardag. Á sýningunni eru um
50 verk eftir innlenda og erlenda listamenn og eru verkin staðsett víðs vegar við Eyjafjarðarbraut eystri og vestri. Sýningin stendur til 15. september og er gert
ráð fyrir því að á sýningartímabilinu verði fjölbreytt dagskrá með opnun nýrra verka eftir framandi fugla,
námskeiðahaldi, gjörningum og öðrum viðburðum sem verða auglýstir sérstaklega.