Það voru gestirnir í KS/Leiftri sem skoruðu fyrsta mark leiksins á Akureyrarvelli og kom það eftir vítaspyrnu á 21. mínútu eftir að Ingi Hilmarsson hafði fengið boltann í höndina í vörn KA. Ede Visinka fór á punktinn og skoraði af öryggi. Gestirnir leiddu í hálfleik 1-0.
KA-menn náðu að jafna metin á 60. mínútu og það var Ingi Hilmarsson sem það gerði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig í bláhornið og bætti aldeilis fyrir vítaspyrnudóminn sem hann fékk á sig fyrr í leiknum. Sigurmarkið kom svo á 82. mínútu og það var Magnús Blöndal sem var nýkominn inn á sem varamaður sem það gerði með sinni fyrstu snertingu í leiknum þegar hann skallaði boltann í netið. Hreint ótrúleg innkoma hjá stráknum. Niðurstaðan 2-1 sigur KA-manna.
KA-menn eru komnir í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir sex umferðir en Þórsarar sitja í 9. sæti með sex stig.