Gert að greiða 32,5 milljónir króna í sekt

Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélags í Dalvíkurbyggð hefur verið dæmdur í 5 mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára og að greiða 32,5 milljónir króna sekt til ríkissjóðs vegna meiriháttar brota gegn skattalögum. Greiði maðurinn ekki sektina kemur 9 mánaða fangelsi í hennar stað.  Maðurinn stóð ekki lögmæt skil á virðisaukaskattskýrslum, skilaði efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum þar sem innskattur var oftalinn og þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti né heldur  stóð hann skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem rekstrinum tengdust.  Brotin voru framin á árunum frá 2004 og allt til ársins 2007. Þá var manninum einnig gert að greiða verjanda sínum um 250 þúsund krónur.

Nýjast