Ennfremur var deildarstjóra falið að skoða hvort sækja þurfi um framkvæmdaleyfi fyrir námunni vegna nýrra náttúruverndarlaga sem tóku gildi 1. júlí sl. Skútaberg ehf., áður Arnarfell hf., hefur til margra ára verið með samkomulag um námu- og efnisvinnslu í Krossanesi. Væntanlega fer að sjá fyrir endann á þessari námuvinnslu innan næstu tveggja ára og því nauðsynlegt að gera samkomulag við viðkomandi um það með hvaða hætti frágangi á svæðinu og skilum á námunni verði háttað, segir í bókun framkvæmdaráðs.