Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hofsárkot í Svarfaðardal um hálf fimm í nótt. Tveir menn voru inn í húsinu og urðu þeir varir við reykskynjara sem varð þeim til happs. Mennirnir komust sjálfir út og gerðu slökkvuliði og lögreglu viðvart.
Um töluverðan eld var að ræða en að sögn lögreglunar á Akureyri er búið að ná tökum á eldinum og er slökkvuliðið en á staðnum. Miklar skemmdir urðu á húsinu og er það talið vera ónýtt. Mennirnir sjálfir sluppu ómeiddir frá eldsvoðanum. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan rannsakar vettvang.
www.mbl.is