Becromal Iceland mun reka verksmiðjuna en annað félag, félag Becromal Properties, sá aftur á móti um flutning efnisins frá Reykjavík þar sem það kom að landi og til Akureyrar. Samið var við Flytjanda um flutning þess. Gauti Hallsson hjá Becromal Iceland segir að ekki hafi gengið upp að fá efnið í húsið sent með skipi norður, en ýmislegt hafi þó verið reynt í þeim efnum. Sjálfum finnst honum fáránlegt að setja efnið upp á 60 gámaflutningabíla og aka því norður með tilheyrandi kostnaði. Áætla menn að kostnaður við hvern slíkan bíl á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar nemi á bilinu 100 til 140 þúsund krónur.
"Ég myndi gjarnan vilja sjá að þessir flutningar færu af þjóðvegunum og strandsiglingar yrðu í boði á ný," segir Gauti. Flutningafyrirtækinu varð hins vegar ekki haggað, þar á bæ var nefnt að ekki kæmi til greina að flytja efnið sjóleiðina nema því aðeins að ríkið tæki upp flutningsstyrki til slíkra siglinga. "Við gátum bara ekki stjórnað neinu í þessum efnum, við hefðu viljað að efnið kæmi norður með skipi og í einu lagi, en það gekk ekki upp," segir Gauti.