2. flokkur karla: KA vann öruggan sigur á Þór

Það var sannkallaður nágrannaslagur á Akureyrarvelli í gærkvöld þegar 2. flokkur Þórs og KA mættust á Íslandsmótinu í knattspyrnu. KA- menn höfðu betur og unnu á endanum öruggan 4-1 sigur. Staðan í hálfleik var 3-1 fyrir KA- menn.

Arnór Egill Hallsson skoraði tvö mörk fyrir KA í leiknum og þeir Orri Gústafsson og Steinn Gunnarsson eitt mark hvor. Mark Þórs skoraði Jóhann Helgi Hannesson.

Nýjast