Í dag afhentu Zontakonur á Akureyri Aflinu einnar milljón króna fjárstuðning á
tröppum Zontahússins við Aðalstræti. Peningarnir eru hluti af afrakstri þess þegar Zontakonur um land allt stóðu
dgana 7. og 8. mars sl. fyrir sölu á gullrósarnælu undir yfirskriftinni ,,Zonta gegn kynferðisofbeldi". Heildar afrakstur söfnunarinnar var 8 milljónir og var milljónin sá hluti sem kom í hlut Aflsins,
systursamstaka Stígamóta. Afhendingin fór fram að lokinni kvennasögugöngu sem hátt í eitt hundrað manns sóttu og buðu Zontakonur
síðan upp á kaffi. Undir kaffi og kleinum flutti Valgerður Bjarnadóttir síðan hugvekju um jafnréttismál.Það var 19. júní 1915 að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til
alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en
árið 1895. Í dag eru því liðin 93 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við
karla.
Krónan, Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar standa fyrir hjólamóti fyrir krakka á aldrinum 2 til 12 ára og fer mótið fram í Kjarnaskógi sunnudaginn 18. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrsta hjólamótið sem Krónan heldur á Akureyri en mótið er haldið að fyrirmynd Krónumótsins í Öskjuhlíð sem er orðinn árlegur viðburður í september ár hvert. Skráning á mótið er hafin og eru öll börn velkomin.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.
Á dögunum var hægt að horfa á þegar Landinn á RÚV heimsótti lögreglufræðinámið við Háskólann á Akureyri. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til og kynnast stemmningunni í slíkri heimsókn. Andrew Paul Hill, lektor við lögreglufræðina, varð fyrir svörum. Hann segir að það hafi ekki verið nein formleg kynning sem varð til þess að Landinn heimsótti þau heldur þvert á móti hafi það verið heppileg tilviljun og jákvætt viðhorf áhugasamra aðila sem leiddi þetta spennandi verkefni af sér.
Fyrir liggja drög að þjónustusamningi til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum þar sem gert er ráð fyrir að Kisukot verði áfram starfrækt við Löngumýri á Akureyri svo sem verið hefur í rúman áratug.
„Það er örlítil aukning þegar horft er til komandi sumars, en svo er lítið sem ekki neitt að gerast þegar kemur inn á haustið. Frá september til áramóta er bara varla hreyfing,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds Bílaleigu Akureyrar. Hann bætir við að ef allt fer á versta veg varðandi upptöku kílómetra gjalds í sumar megi gera ráð fyrir gríðarmiklu tjóni hjá bílaleigum, sem í tilviki Bílaleigu Akureyrar nemur hundruðum milljóna.
,,Ég óskaði eftir því fyrir helgi við formann atvinnuveganefndar að forsvarsmenn sveitarfélagsins Norðurþings, PCC á Bakka og Samtökum iðnaðarins færu yfir stöðuna með okkur í atvinnuveganefnd þingsins sem allra fyrst."