Hvort ég get
Í sjálfri mér er mikill efi og veikburða von
Ég spyr sjálfa mig hvað er ég að gera núna?
Reika ég um án vonar
hve langur tími mun líða?
það er erfitt alla daga
alla morgna nýjar áhyggjur.
Reika ég um án vonar
hve langur tími mun líða?
Mig vantar orð.
Ég er vonlaus eins og bátskel í feikna brimróti.
Að lokum mun ég vita,
hvort ég flýt eða sekk.
Á Íslandi 2.12.2003
Zonta er alþjóðleg samtök sem vinna að bættum hag kvenna um heim allan. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum í Buffalo árið 1919 og eru höfuðstöðvar þeirra í Chicago í Bandaríkjunum. Zontaklúbbar eru starfandi í 67 löndum og vinna þeir m.a. með UNIFEM og UNICEF að verkefnum til að bæta stöðu kvenna, efla sjálfsvitund þeirra og sjálfstæði. Fyrsti klúbburinn var stofnaður hér á landi árið 1941 en í dag eru klúbbarnir alls sjö víðsvegar um landið. Zontasamband Íslands var stofnað 1987. Zontaklúbbur Akureyrar var stofnaður árið 1949 og eru fundir haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.