Von á góðri aðsókn í Hlíðarfjall um jólin

Þrátt fyrir hláku að undanförnu verður opið í Hlíðarfjalli um jólin samkvæmt áður auglýstum opnunartíma, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Skíðastaða. „Við höfum náð að halda opnu þrátt fyrir þessa hláku þó að vissulega séu ekki allar leiðir opnar vegna hennar," bætti Guðmundur við. Hann segir skíðavertíðina, sem hófst 6. desember sl., hafa farið ágætlega af stað og aðsóknin verið góð. Vissulega sé aðsóknin ekki jafn mikil síðustu dagana fyrir jól enda fólk á kafi í jólaundirbúningi, milli jóla og nýárs snaraukist aðsóknin alltaf og á hann von á því að svo verði einnig nú.

Nýjast