09. júlí, 2008 - 12:53
Fréttir
Dregið var í 8- liða úrslit VISA- bikarkeppni kvenna sl. föstudag og drógust Þórs/KA stúlkur gegn
Breiðabliksstúlkum. Þar sem Þór/KA dróst á undan upp úr pottinum fær félagið heimaleikjaréttinn og fer leikurinn fram
á Akureyrarvelli föstudaginn 18. júlí nk. kl. 19:15. Þetta verður í annað skiptið í sumar sem liðin eigast við en þau
mættust í Landsbankadeildinni á Akureyrarvelli þann 3. júní sl. og þá unnu Þórs/KA stelpur 2-1 sigur.
Dragan Kristinn Stojanovic þjálfari Þórs/KA líst vel á að fá Breiðablik í heimsókn. “Mér
líst vel á þetta, en það skiptir ekki máli hvaða lið þú færð á þessum tímapunkti, þetta verða allt
erfiðir leikir,” segir Dragan. Hann vildi nota tækifærið og hvetja fólk til þess að mæta á völlinn og styðja við bakið
á stelpunum “okkar”.