20. nóvember, 2007 - 13:12
Fréttir
Sérstök svæðisbundin vinnumarkaðsráð eru nú tekin til starfa um land allt. Ráðin starfa á grundvelli laga um vinnumarkaðsaðgerðir sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra. Hlutverk ráðanna er m.a. að greina stöðu og þróun atvinnumála hvert á sínu starfssvæði og gera tillögur að vinnumarkaðsúrræðum. Samkvæmt lögum um vinnumarkaðsaðgerðir skipar félagsmálaráðherra sjö manna svæðisbundin vinnumarkaðsráð. Í hvert vinnumarkaðsráð skulu tveir ráðsmanna tilnefndir af samtökum launafólks á hverju svæði og tveir ráðsmanna tilnefndir af samtökum atvinnurekenda. Jafnframt skal einn ráðsmanna tilnefndur af menntamálaráðherra, einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og einn tilnefndur af sveitarfélögum á hverju svæði. Félagsmálaráðherra skipar formann og varaformann vinnumarkaðsráðs úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið sem aðalmenn.
Í vinnumarkaðsráði Norðurlands eystra eiga sæti:
Hanna Rósa Sveinsdóttir, tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, formaður
Þorsteinn E. Arnórsson, frá Einingu-Iðju, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
Aðalsteinn J. Halldórsson, tiln. af Eyþingi
Jón Helgi Björnsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, varaformaður
Soffía Gísladóttir, tiln. af menntamálaráðuneyti
Ásgeir Magnússon, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
Skipunin gildir til 30. júní 2010. Þetta kemu fram á vef Einingar-Iðju.