03. desember, 2007 - 16:29
Fréttir
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri afhenti tvær viðurkenningar fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða, í dag, mánudaginn 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðra. Að þessu sinni fengu viðurkenningar veitingastaðurinn Friðrik V við Kaupvangsstræti 6 annars vegar og þrjú fyrirtæki sem starfa í sama húsnæði við Baldursnes 6, Tengi, Eirvík og Egill Árnason, hins vegar. Það var Bergur Þorri Benjamínsson, formaður samstarfsnefndarinnar, sem afhenti viðurkenningarnar og fór athöfnin fram á Friðriki V. Innan stundar, eða kl. 17.00, standa svo Sjálfsbjörg og Þroskahjálp á Akureyri fyrir árlegri ljósahátíð á Ráðhústorgi, í tilefni alþjóðadags fatlaðra.