VG fundar um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar

Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur fyrir upplýsingafundum um land allt um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar dagana 13.-14. maí. Markmið fundanna er að leiða saman forystufólk og sérfræðinga á sviði matvælaframleiðslu, landbúnaðar og verkalýðsmálum til að gefa sem gleggsta mynd af þeim áskorunum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir. Fyrir fundina heimsækja þingmenn Vinstri grænna matvælaframleiðendur á hverju svæði. Sérstaklega verður rætt um nýtt frumvarp ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um að leyfa óheftan innflutningu á hráu kjöti.

Fundarröðin er sem hér segir:

Reykjavík: Fundur kl. 20 þriðjudaginn 13. maí í Bændahöllinni (Hótel Saga)

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir

Hildur Traustadóttir, formaður Félags kjúklingabænda

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna

Fundarstjóri: Álfheiður Ingadóttir, þingkona

Blönduós: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí í Félagsheimilinu

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna

Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum

Skúli Einarsson, bóndi á Tannstaðabakka

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna

Fundarstjóri: Álfheiður Ingadóttir, þingkona

Húsavík: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí á Gamla Bauk

Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs SGS

Jón Benediktsson á  Auðnum, formaður stjórnar Búsældar

Jóhannes Sigfússon, formaður Félags sauðfjárbænda

Fundarstjóri: Þuríður Backman, þingkona

Hvolsvöllur: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí á Hlíðarenda

Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna

Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir

Atli Gíslason, þingmaður

Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona

 

Nýjast