07. janúar, 2008 - 09:16
Fréttir
Fyrsti fundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á nýju ári verður á Græna hattinum í kvöld, mánudaginn 7. janúar
kl. 20. Á fundinum verður farið yfir starf flokksins í bæjarmálum á Akureyri með bæjarfulltrúum flokksins, Baldvini H. Sigurðssyni og
Kristínu Sigfúsdóttur, sem og starf flokksins á þingi og á landsvísu með formanni VG, Steingrími J. Sigfússyni. Allir
áhugasamir eru hvattir til að mæta og þá er tilvalið fyrir nýtt fólk að koma og kynna sér það kraftmikla starf sem VG stendur
fyrir og spyrja forystufólk á svæðinu spurninga um málefni líðandi stundar, segir í fréttatilkynningu.