Björk er þátttakandi í fjöllistahópnum "Skapandi sumarstörf" sem sett hefur skemmtilegan svip á bæinn í sumar. Í þessu tilfelli var hún m.a. kynnt sem Íslendingurinn Freyja og að hennar markmið í lífinu sé að verða brún á kroppinn líkt og Jennifer Lopez og að hún nýti hvert tækifæri sem gefist til að setjast fáklædd í sólina. Starf fjöllistahópsins miðar að því að hleypa nýju lífi í miðbæinn og kynna bæinn fyrir ferðafólki, auk þess að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipanna sem til bæjarins koma.