Veðrið leikur við Akureyringa og gesti

Veðrið leikur við Akureyringa og gesti bæjarins þessa dagana og útlitið fyrir næstu daga er nokkuð gott. Hvað er þá betra en að sóla sig, líkt og Björk Óðinsdóttir var að gera við Oddeyrarbryggju í morgun.  

Björk er þátttakandi í fjöllistahópnum "Skapandi sumarstörf" sem sett hefur skemmtilegan svip á bæinn í sumar. Í þessu tilfelli var hún m.a. kynnt sem Íslendingurinn Freyja og að hennar markmið í lífinu sé að verða brún á kroppinn líkt og Jennifer Lopez og að hún nýti hvert tækifæri sem gefist til að setjast fáklædd í sólina. Starf fjöllistahópsins miðar að því að hleypa nýju lífi í miðbæinn og kynna bæinn fyrir ferðafólki, auk þess að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipanna sem til bæjarins koma.

Nýjast