Umhverfisdagur og hverfishátíð í Lunda- og Gerðahverfi

Blásið verður til umhverfisdags og hverfishátíðar í Lunda- og Gerðahverfi næstkomandi laugardag og hefst dagskráin kl. 10.00 við Lundarskóla. Þar fá íbúar afhenta ruslapoka og verður hreinsað til á göngustígum, opnum svæðum, leikvöllum og annars staðar utan lóða í hverfinu. Klukkan 11.30 hefjast hátíðarhöld við Lundarskóla. Þar verða ýmis skemmtiatriði. Siggi Ingimars kemur og skemmtir, einnig verða skemmtiatriði frá kór eldri borgara og nemendum skólans sem og leikskólabörnum. Glæsileg sýning verður innandyra á verkum nemenda við skólann, einnig verða þrautir og leikir og svo verða grillaðar pylsur í boði Norðlenska og kókómjólk í boði MS.

Nýjast