17. desember, 2007 - 21:07
Fréttir
Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar nýlega voru umferðarmál í bænum til umræðu og m.a. verið að huga að leiðum þungaflutninga og leiðum gangandi. Formaður skipulagsnefndar lagði til að umferð á og við Krossanesbraut og Undirhlíð verði tekin til skoðunar með mögulegri stýringu eins og gert var á Mýrarvegi. Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsstjóra að koma umferð norður úr bænum í heildarskoðun.
Hugað skal að leiðum þungaflutninga og leiðum gangandi. Þær leiðir sem skoða skal eru Hörgárbraut - Tryggvabraut - Krossanesbraut - Óðinsnes - Laufásgata - Undirhlíð og Hlíðarbraut. Hafa skal samráð við Vegagerðina og framkvæmdaráð.