Um Íslandsþara verksmiðjuna

Hlífar Karlsson skrifar

Í ágætu viðtali við Frey Ingólfsson efnaverkfræðing kemur ýmislegt fram sem vert er að staldra við um verkefnið og væntingar bundnar því. Enginn velkist í vafa um að hér er um stórkostlegt tækifæri að ræða í líftækni og miklar vonir bundnar við að vinnsla úr lífríki sjávar  öðru en fiski eigi sér mikla framtíð.

Það vakti því óskipta ánægju þegar fréttist að búið væri að veita lóð undir slíka verksmiðju á Víðimóum á móts við hús  Orkuveitu Húsavíkur. En skjótt skipast veður í lofti allskonar sögur fóru á loft um að allt í einu var ekki hentugt að reisa verksmiðjuna þar annað hvort yrði hún niður við höfn eða bara á Dalvík.

 Það er er ljóst að stemmningin fyrir verksmiðju niður á hafnarsvæðinun er nákvæmlega engin og andstaðan við hana nú þegar hún er komin fram vaxandi meðal íbúa. Það hefur verið ótrúlega erfitt að fá fram vilja sveitarstjórnarfólks í  máli þó sögðu fulltrúar framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks fyrir kosningar að ádráttur um lóð á hafnarsvæðinu væri til þess að draga fyrirtækið að borðinu því það væri ómögulegt að fá fram hugmyndir þeirra og óskir um hverjar væru þeirra raunverulegu kröfur á hendur sveitarfélaginu.

Forseti sveitastjórnar Hjálmar Bogi Hafliðason upplýsti okkur um það að búið væri að skilgreina iðnaðarsvæði á Bakka og í hans huga og þeirra félaga léki enginn vafi á að ef að þessu yrði yrði þetta fyrirtæki þar. Undir þetta tóku félagar hans.

Freyr segist skilja áhyggjur íbúa út af staðsetningunni,  lyktar og hávaðamengun sem starfseminni fylgi en það er bara hálf sagan  eins og fram kemur á myndinni sem fylgir auglýsingu um íbúafund fyllir verksmiðjuhúsið lóðina að öllu leyti og hvað þá um aðra þætti ekki trúi ég að þessari starfsemi fylgi ekki önnur umsvif eins og umferð flutningatækja að og frá væntanlega kallar starfsemin líka á ýmsa aðra  þjónustu.

Freyr segir að öllu máli skipti að koma hráefninu sem ferskustu inn í verksmiðjuna. Það eru 800 m. suður á Víðimóa og út á Bakka í gegnum göngin eitthvað örlítið lengra. Það getur ekki verið frágangssök.

Þá komum við að vinnslunni sjálfri en henni á að skipta  upp í tvær verksmiðjur frumvinnsla á Húsavík og fullvinnsla á Akureyri en þar skilst mér að ráði mestu mönnunarvandi. ‚Í því sambandi vil ég benda Frey á að núna er einstakt tækifæri sem vert væri að kanna. Úti í hinum stóra heimi eru ýmsar blikur á lofti sem ekki þarf að tíunda hér. Það skildi þó ekki vera framboð á hámenntuðu fólki eins og þér með maka og börn, fólki sem þráir ekkert heitar en komast í öruggt umhverfi og geta alið  upp og menntað sín börn í friði fyrir Pútínum,  Erdógunum  og oligörkum þessa heims. Er ekki sagt að á Íslandi vanti 9000 þúsund vinnandi hendur á allra næstu árum. Um þurrkunarferlið og mengunina nenni ég ekki að elta ólar við. Auðvítað er hægt að staðsetja þessa starfsemi bæði á Bakka og Víðimóum og þarf ekkert að skipta henni upp þess vegna.

En eitt verð ég að minnast en það er svokölluð fyrirtækjamenning. Nú er á tyllidögum mjög mikið talað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja en í því felst að fyrirtæki umgangist umhverfið og samfélagið sem það starfar í af virðingu og og tillitssemi að fyrirtækið virði og skilji að nei þýðir nei. Það er hægt að nauðga ekki bara konum, körlum og börnum. Það er líka hægt að nauðga samfélögum. Fyrirtæki sem skilja ekki að nei þýðir nei og ætla sér í krafti einhverra þeirra verðmæta sem þau ráða  eða telja sig ráða yfir hafa ekki skilið kall tímans og eiga því engan rétt í samfélagi manna.

Við sveitastjórnarmenn í Norðurþingi vil ég segja þetta. Réttið úr ykkur setjið kassann fram og standið með sjálfum ykkur og fólkinu sem kaus ykkur.

Hlífar Karlsson

 


Athugasemdir

Nýjast