19. júní, 2007 - 14:26
Fréttir
Geysilega harður árekstur varð í Hörgárdal á móts við bæinn Vindheima upp úr klukkan eitt í dag. Tvær bifreiðir sem ekið var móti hvor annarri skullu saman á veginum. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild FSA en ekki er vitað nánar um meiðsli þeirra. Bifreiðarnar tvær eru taldar ónýtar og voru fluttar í burtu með kranabifreiðum.