16. ágúst, 2007 - 07:50
Fréttir
Tvær tilraunir til innbrota voru gerðar á Akureyri með skömmu millibili í nótt. Á báðum stöðunum fóru þjófavarnakerfi í gang og hröktu þjófinn eða þjófana af vettvangi áður en lögreglan mætti til að handsama þá. Varnarkerfi fór í gang í Lundarskóla um klukkan 5 í nótt og klukkustundu síðar í fyrirtæki við Laufásgötu. Við Lundarskóla eru staðsettar öryggismyndavélar og mun hafa sést á upptöku einnar þeirra til eins manns en ekki náðist að greina hver þar var á ferli.