25. febrúar, 2008 - 09:28
Fréttir
Alls sóttu 12 manns um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem auglýst var til umsóknar 3. febrúar sl. og óskuðu tveir
þeirra nafnleyndar. Aðrir umsækjendur eru: Gísli Þór Gunnarsson, Graeme Maley, Guðmundur Brynjólfsson, Gunnar I. Gunnsteinsson, Hjálmar
Hjálmarsson, Kristín Elfa Gunnarsdóttir, María Sigurðardóttir, Sigurður Kaiser, Stefán Sturla Sigurjónsson og Valdimar Örn Flygenring.
Það er stjórn LA sem ræður í stöðuna 1. mars nk., til þriggja ára.
Nýr leikhússtjóri mun hefja störf fljótlega við undirbúning næsta leikárs og starfar því á vordögum við hlið
fráfarandi leikhússtjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar sem lætur brátt af störfum hjá LA enda hann hefur verið
ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins.