04. febrúar, 2008 - 16:15
Fréttir
Togarinn Gullver NS var dreginn til hafnar á Akureyri nú fyrir stundu en bilun varð í gírbúnaði, skömmu eftir að togarinn hélt frá
Akureyri. Gullver var í viðgerð í Slippnum en var á leið til heimahafnar á Seyðisfirði. Togarinn var kominn á móts við
Svalbarðseyri þegar bilunin varð og var Sleipnir, dráttarbátur Hafnasamlags Norðurlands, sendur til að draga til hann til hafnar og liggur togarinn nú
við Tangabryggju.