11. febrúar, 2008 - 10:32
Fréttir
Slökkvilið Akureyrar var í morgun kallað að Hafnarstræti 86a. Tilkynning barst liðinu í gegnum Neyðarlínu og hafði tilkynnandi séð
reyk leggja undan þaki hússins. Allt vakthafandi lið fór á staðinn á tveimur dælubílum ásamt körfubifreið. Við komu
á vettvang kom í ljós að um gufu var að ræða en heitt vatn flæddi um aðra hæð hússins og niður á þá fyrstu.
Húsið er þrílyft timburhús sem hefur verið mannlaust um tíma. Lokað var fyrir inntak hússins og gufu loftað út, húsið er
mikið skemmt af völdum vatns og gufu.