26. mars, 2008 - 17:33
Fréttir
Um klukkan 21.00 í gærkvöld ruddist grímuklæddur maður inn í verslunina Hreiðrið á Akureyri og ógnaði þar afgreiðslukonu
með barefli og krafðist þess að fá peninga afhenta. Afgreiðslukonan veitti manninum mótspyrnu og flúði þá maðurinn tómhentur af
vettvangi. Par á þrítugsaldri var síðan handtekið í morgun í tengslum við ránstilraunina og viðurkenndi maðurinn að hafa
verið þarna að verki. Þau voru látin laus að yfirheyrslum loknum og telst málið upplýst.