Ekki hefur verið í gildi neitt aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð svo að um er að ræða merkan áfanga í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Vinna við gerð aðalskipulagsins hófst haustið 2005 og hefur hún staðið með hléum síðan. Athugasemdafrestur við aðalskipulagið er til 8. september 2008 og vonast er til að lokaafgreiðsla þess geti orðið fyrir árslok. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.