Líkt og KA-menn hafa Þórsarar verið duglegir að semja við yngri leikmenn sína í vetur og í síðustu viku sömdu hvorki fleiri né færri en 13 leikmenn við félagið.
Þeir Víkingur Pálmason, Gísli Páll Helgason, Ottó Hólm Reynisson, Trausti Þórðarson, Lars Óli Jessen, Kristján Steinn Magnússon, Davíð Jón Stefánsson, Snorri Eldjárn, Sigurður Marinó Kristjánsson, Ingólfur Ágústsson, Steinar Rúnarsson, Frans Garðarsson og Atli Sigurjónsson sömdu allir við félagið til tveggja ára.