Þór/KA í bikarúrslit í 2. flokki kvenna

Þór/KA tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í 2. flokki kvenna með öruggum 4-1 sigri á GRV í Grindavík. Mörk Þórs/KA skoruðu Rakel Hönnudóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Inga Dís Júlíusdóttir 2.

Akureyringar geta því svo sannarlega hlakkað til framtíðarinnar í fótboltanum. Þór og KA mætast einmitt í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks karla í september og nú hefur sameiginlegt lið félaganna tryggt sig í úrslitaleikinn í 2. flokki kvenna.

Nýjast