18. mars, 2008 - 21:17
Fréttir
Þór tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik með því að sigra
Snæfell í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri, 88:78, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar. Stjarnan vann Tindastól,
85:83 en situr eftir með sárt ennið í 9. sætinu. Þórsarar mæta deildarmeisturum Keflavíkur í úrslitakeppninni og eiga
Suðurnesjamenn heimaleikjaréttinn. Þórsarar höfðu 10 stiga forystu í hálfleik gegn Snæfelli í kvöld 44:34 en í seinni
hálfleik fór Cedric Isom á kostum og skoraði 27 stig í hálfleiknum og alls 35 stig í leiknum. Luka Marholt var næst stigahæstur
Þórsara með 23 stig.
Allir leikirnir í lokaumferðinni í kvöld unnust á heimavelli. Stjarnan vann Tindastól í Garðabæ, 85:83, í spennandi leik þar sem
Tindastóll var yfir í hálfleik, Njarðvík tryggði sér fjórða sætið í deildinni og heimaleikjaréttinn gegn Snæfelli
í 8-liða úrslitunum með því að vinna Grindavík, 102:92. Keflavík vann Fjölni örugglega, 93:58 og innsiglaði þar með sigur
sinn í deildinni. KR vann Skallagrím, 103:75 og ÍR vann Hamar, 102:74.
Lokastaðan:
36 Keflavík
34 KR
30 Grindavík
28 Njarðvík
26 Snæfell
20 ÍR
20 Skallagrímur
20 Þór A.
--------------------
18 Stjarnan
16 Tindastóll
--------------------
8 Hamar
8 Fjölnir
Í 8-liða úrslitum mætast:
Keflavík - Þór
KR - Skallagrímur
Grindavík - ÍR
Njarðvík - Snæfell