Þjófnaður og skemmdarverk

Þegar grunnskólar Akureyrarbæjar hófu vetrarstarfið á dögunum, voru sett upp skilti í nágrenni við alla skóla bæjarins með áletruninni: Skólinn er byrjaður. Að sögn Þorsteins Péturssonar, fræðslu- og forvarnarfulltrúa lögreglunnar, er þetta gert í öryggisskyni fyrir þau 3000 börn sem nú eru á ferðinni og jafnframt áminning til ökumanna þar um. Í vikunni var skilti í Höfðahlíð, skammt frá Glerárskóla, horfið af festingum. Þorsteinn sagðist líta málið alvarlegum augum, hér væri bæði um að ræða þjófnað og skemmdarverk og vildi hann skora á þann eða þá sem þarna voru á ferð að skila skiltinu.

Nýjast