“Þið munið hann Jörund” sett upp í Freyvangsleikhúsinu

Hinn bráðskemmtilegi söng- og gamanleikur "Þið munið hann Jörund," eftir Jónas Árnason verður frumsýndur hjá Freyvangsleikhúsinu í lok febrúar á næsta ári, í leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Þetta leikrit var fyrst frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó 22. febrúar árið 1970 og naut gífurlegra vinsælda. Síðan þá hefur "Jörundur" verið sýndur víða um land og allstaðar verið frábærlega tekið. Ævintýrið um Jörund hundadagakonung er bráðskemmtilegt, margar frábærar persónur og ekki spilla lögin fyrir sem eru skosk- og írskættuð, fjörug og falleg. Alls koma tæplega 20 leikarar við sögu í verkinu en samtals taka um 40 manns þátt í uppfærslunni. Vel gekk að manna í hlutverk og stefna forsvarsmenn Freyvangsleikhússins hátt með þessa sýningu, enda kemur úrvalsfólk að uppsetningunni. Þá ríkir mikil eftirvænting meðal almennings að sjá sýninguna.

Nýjast