Svifryksmælirinn bilaður

Mælirinn sem mælt hefur svifryk á gatnamótum Hörgárbrautar og Tryggvabrautar hefur verið bilaður frá því í vor og er enn að sögn Alfreðs Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar. Þessi sami mælir, sem er orðinn gamall, bilaði einnig á síðasta ári og var bilaður í nokkra mánuði. Alfreð segir að fljótlega batni ástandið því auðvitað komi mælirinn úr viðgerð og þá hafi Akureyrarbær ákveðið að kaupa annan mæli. „Svifryksmengunin er langmest á haustin og veturna þegar menn aka á nagladekkjunum. Nýi mælirinn sem við fáum er svokallaður síritamælir og með tilkomu hans verður hægt að birta stöðuna hverju sinni t.d. á heimasíðu Akureyrar. Fólk getur þá séð hvernig ástandið er og hvernig útlitið er og þeir sem þola þetta illa geta þá sleppt því að fara út ef staðan er slæm," segir Alfreð.

Nýjast